Minn hópur (Andri, Birta, Björn, Halli, Héðinn og ég) fékk það hlutverk að gera mynd með stríð sem meginþema. Okkur var ljóst að sex einstaklingar með eina myndavél, takmarkaðan tíma og ekkert budget voru ekki að fara að gera stríðsmynd í venjulegum skilningi. Við þyrftum að gera mynd sem sýndi hinar mannlegu fórnir og gríðarlegu eyðileggingu sem stríð hafa í för með sér.
Við hittumst inn á skólafélagsskrifstofunni. Eftir u.þ.b. 30 mínútur af þankahríð fæddist sú hugmynd að notast við tindáta og spinna litla hliðarsögu um hinn unga hermann sem kvaddur í herinn. Við ákváðum að láta myndina líta út fyrir að gerast í kringum 1940 og notuðum því epic war-movie stillinguna óspart.
Fyrstu senuna tókum við upp heima hjá Birtu. Héðinn skyldi leika hinn unga hermann og Birta konu hans. Það skipti öllu máli að koma aðalatriðunum til skila í eins fáum tökum og hægt var. Birta labbar út, nær í bréf, skoðar bréf, labbar aftur inn (lesandi bréfið) og lítur á Héðinn. Þar sem myndin er þögul var mikilvægt að leikarar ýktu svipbrigði og þar sem Birta hefur reynslu af sviðsleik og Héðinn hefur gríðarlegt natural-talent, var þetta ekkert mál. Loks, yfirbuguð af sorg, fallast þau í faðma. Hermaðurinn sem Héðinn leikur var ekki nafngreindur og öðlaðist þvi svona unknown soldier ímynd. Næsta skot sýnir Héðinn og Birtu kveðjast því næst horfir hún á eftir honum með angistarsvip.
Næsta atriði var tekið upp í stofunni heima hjá mér. Eftir að hafa slátrað fjórum pítsum og óhemju magni af gosi, fengnu að láni frá Skólafélaginu, vorum við tilbúin að byrja. Hugmyndin var að ég og Andri skyldum leika herforingjana sem stýrðu herjunum úr neðanjarðafylgsni. Þess vegna var vel við hæfi að hafa svolítið dimmt í þessum senum. Þarna sátum við, Andri í nasista búning bróður síns og ég, íklæddur flugmannaskyrtu föður míns. Við tókum nokkur stutt skot að okkur til að byggja upp ákveðna geðveiki eftir því sem hiti færist í leikinn. Þetta fannst mér takast ágætlega. Við Andri vorum snargeðveikir og gjörsamlega siðlausir herforingja að leika sér að tindátum, sem auðvitað voru myndlíking fyrir alvöru hermenn.
Eftir að við höfðum fengið nóg sömdum við um frið og yfirgáfum borðið. Eftir stóð algjör eyðilegging og Haraldi, með góðu hand-helt skoti, tókst að sýna ömurleikann og tilgangsleysið sem orustan hafði í för með sér. Síðan enduðum við myndina með því að zooma inn á dauðan tindáta og zooma síðan út frá Héðni, liggjandi helsærðum á jörðinni.
Að gera stuttmynd er heljarinnar vesen. En með því að mynda ákveðin hugmyndaramma og hafa skotin stutt og einföld gerðum við fína mynd á tiltölulega stuttum tíma.
2 comments:
epík. sérstaklega natural talentið hann héðinn. epík.
Flott færsla. 6 stig.
Post a Comment