Ég fer með öðruvísi hugarfari á íslenskar myndir heldur en aðrar. Þegar maður fer á mynd sem leikin er af fólki sem maður rekst á út á götu, inn á skemmtistað eða bara í fjölskylduboðum, eru áherslurnar aðrar. Talsmáti persónanna, svipbrigi, íslenskur einkahúmor.....etc. Ég horfi á íslenskar myndir með meiri athygli en ef ég væri að horfa á einhvern Hollywood-graut. Íslenskar myndir eru oft hrárri og skotin einföld, laus við tilgerð og krúsídúllur. Hljóð finnst mér oft veikasti hlekkurinn í Íslensku efni. Ég tek sem dæmi Kallakaffi, kannski ekki gott dæmi, en það er eins og þeir þættir hefðu verið teknir upp í málmtunnu.
.... Fjármagnaði gerð Opinberun Hannesar en Valdís fékk ekkert
Þar sem ég veit að bæði þú (Sigurður) og allir aðrir í kvikmyndagerðinni hafa séð myndina ætla ég að hafa söguþráðs-yfirferðina stutta og snuppótta.
Myndinni er leikstýrt af Valdísi Óskarsdóttur og fjallar um Barða (Björn Hlynur) og Láru (Nína Dögg) sem ætla að gifta sig í lítilli kirkju í Hvalfirðinum. Þau leigja tvær rútur sem eiga að flytja brúðhjón og brúðkaupsgesti á áfangastað. Ýmis vandamál koma upp strax í byrjun; besti vinur gumans, Grjóni (Gísli Örn) mætir ekki í rútuna heldur, samkynhneigður frændi dúkkar upp móður gumans til mikils ama og fleira...... Fljótlega komast þau að því að þau vita ekkert hvar kirkjan er og því síður hvar þau eru stödd. Uppfrá því, samstíga auknu stressi og aukinni gremju, fer að sjóða upp úr á milli persónanna og ýmis leyndarmál koma upp á yfirborðið. Það sem fyllir mælinn er þegar það kemur í ljós að presturinn er öskufullur og gjörsamlega ófær um gifta. Brúðhjónin draga sig í hlé frá öllu fíaskóinu og ákveða að gifta sig seinna.
Birt með góðfúslegu leyfi Sigga Palla.
Samtölin í myndinni eru nánast öll spunninn á staðnum. Leikararnir fengu ákveðna punkta sem urðu að koma fram en restin undir þeim komið. Þetta gaf leikurunum aukið svigrúm og gæddi myndina svona hversdagslegum blæ. Oft voru líka margar myndavélur í gangi í sömu senunni og mynduðu þá margt sem var að geras samtímis en á mismunandi stöðum. T.d. voru alltaf myndavélar í gangi í báðum rútunum í einu. Þetta þýðir að Valdís gat ekki haft yfirumsjón með senunum og var í raun ekkert að leikstýra. Því eins og hún sagði sjálf var það undir leikurunum sjálfum komið hvort taka ætti einstök atriði upp aftur. Valdís er mjög hugrökk að beita þessari aðferð í frumraun sinni sem leikstjóri en þetta fyrirkomulag, að mér fannst, hafði sína kosti og galla.
Það sást greinilega á rifrildissenunum á milli Barða og Sigurðar Atla (Rúnar Freyr) að þar var, að miklu leyti, um spuna að ræða. Sérstaklega þegar þeir fóru að berja á hvorum öðrum, þá var það of mikið svona ,,ætti ég að vaða í hann núna eða bíða með það?'' ,,Hva, erum við byrjaðir? okei, við erum að slást.''(hafa skal í huga að þetta eru ekki tilvitnanir í myndina, heldur það, sem ég held að þeir hafi verið að hugsa). Valdís sagði okkur að hún hafi gefið öllum grænt ljós á að taka þátt í stóru slagsmálasenunni. Mér fannst sú sena mög vel heppnuð og skemmtileg. Það var ekki fyrir en eftir á sem ég fór að hugsa, hvað var Egill (Ólafur Darri) að gera þarna? Auðvitað var meinfyndið að sjá hann tuska Garðar Örn til og henda honum í lækinn en hvað var perónan hans að gera þarna? Hvaða ástæðu hafði Egill, starfsmaður í banka, til að fara og ráðast á einhvern mann sem hann hefur aldrei hitt áður á leiðinni í veislu með fólki sem hann þekkir ekki? Bara smá pæling, ekkert stórmál.
Þrátt fyrir tuðið hér að ofan fannst mér myndin í heildina litið góð. Hún var mjög fyndin, enda þótt að flestar perónurnar ættu við alvarleg vandamál að stríða gat maður hlegið að því öllu saman. Það hefði verið gaman að fá Baggalút til að sjá um skorið en það kom ekki að sök því tónlistin, sem notuð var, átti mjög vel við. Fyrir utan tafsið í byrjun og rifrildið á milli máganna var myndin mjög vel leikinn. Allir leikararnir stóðu sig með prýði þó fannst mér Þröstur leó leika Svan, þennan vonlausa ,,reyna að vera í bissness til þess að líta vel út í augum annara''-gæja, einstaklega vel. Víkingur Kristjánsson hlaut verðskuldaða athygli í kjölfar myndarinna og það verður gaman að fylgjast með honum, jájá, seisei.
Það er ljóst að þrátt fyrir hnökra í frumraun sinna þá á Valdís framtíðina fyrir sér sem leikstjóri. Og ég vona svo innilega að hún láti verða að því að gera aðra mynd með Vesturporti.
Til gamans má geta:
- Ef þú skoðar prófíl myndarinnar á imdb þá eru linkar m.a. inn á heimasíðu karate-félagsins Þórshamars og inn á heimasíðu Tryggva Ingólfssonar löggilds fasteingasala undir fyrirsögninni: ,,People Viewing This Page Might Also Be Interested In These Sponsored Links.''
- Einnig er fyrirspurn frá manni sem spyr hvort Valdís sé kona eða karl þótt að það komi skýrt fram í trivíunni hennar að hún sé tveggja barna móðir. Ekki nóg með það heldur svarar Valdís honum sjálf.
- Á message-boardinu eru aðeins tveir þræðir, báðir stofnaðir af sama notandanum ,,Steinninn.is.'' Þeir bera titlanna ,,spenntur'' og ,,trailer.'' Hvorugum hefur enn verið svarað.
- Árshátið Skólafélagsins er í næstu viku og orðið á götunni er að Siggi Palli sé ekki enn búinn að finna sér dress.
Byrjunarsenan, þegar fólkið er að koma sér inn í rútu, fannst mér sú slakasta í myndinni. Í fyrsta lagi var hún of löng, of mikið af óþarfa málalengingum og óðagoti. Ég veit að hún var ætluð til að kynna perónur til leiks en það hefði mátt stytta hana. Í öðru lagi fannst mér leikaranir reyna of mikið að gera samtölin hversdagsleg, hik og skrýtnar þagnir. Það var eins og leikarnir vissu ekki hvenær viðkomandi var búinn að tala eða hver ætti að segja eitthvað næst (þau auðvitað vissu það í raun ekki). Mér fannst allaveganna samtölin verða hálf skrýtin. Þetta lagaðist samt er líða tók á myndina.
.... Var ekki í myndinni.
Það sást greinilega á rifrildissenunum á milli Barða og Sigurðar Atla (Rúnar Freyr) að þar var, að miklu leyti, um spuna að ræða. Sérstaklega þegar þeir fóru að berja á hvorum öðrum, þá var það of mikið svona ,,ætti ég að vaða í hann núna eða bíða með það?'' ,,Hva, erum við byrjaðir? okei, við erum að slást.''(hafa skal í huga að þetta eru ekki tilvitnanir í myndina, heldur það, sem ég held að þeir hafi verið að hugsa). Valdís sagði okkur að hún hafi gefið öllum grænt ljós á að taka þátt í stóru slagsmálasenunni. Mér fannst sú sena mög vel heppnuð og skemmtileg. Það var ekki fyrir en eftir á sem ég fór að hugsa, hvað var Egill (Ólafur Darri) að gera þarna? Auðvitað var meinfyndið að sjá hann tuska Garðar Örn til og henda honum í lækinn en hvað var perónan hans að gera þarna? Hvaða ástæðu hafði Egill, starfsmaður í banka, til að fara og ráðast á einhvern mann sem hann hefur aldrei hitt áður á leiðinni í veislu með fólki sem hann þekkir ekki? Bara smá pæling, ekkert stórmál.
Þrátt fyrir tuðið hér að ofan fannst mér myndin í heildina litið góð. Hún var mjög fyndin, enda þótt að flestar perónurnar ættu við alvarleg vandamál að stríða gat maður hlegið að því öllu saman. Það hefði verið gaman að fá Baggalút til að sjá um skorið en það kom ekki að sök því tónlistin, sem notuð var, átti mjög vel við. Fyrir utan tafsið í byrjun og rifrildið á milli máganna var myndin mjög vel leikinn. Allir leikararnir stóðu sig með prýði þó fannst mér Þröstur leó leika Svan, þennan vonlausa ,,reyna að vera í bissness til þess að líta vel út í augum annara''-gæja, einstaklega vel. Víkingur Kristjánsson hlaut verðskuldaða athygli í kjölfar myndarinna og það verður gaman að fylgjast með honum, jájá, seisei.
Það er ljóst að þrátt fyrir hnökra í frumraun sinna þá á Valdís framtíðina fyrir sér sem leikstjóri. Og ég vona svo innilega að hún láti verða að því að gera aðra mynd með Vesturporti.
Til gamans má geta:
- Ef þú skoðar prófíl myndarinnar á imdb þá eru linkar m.a. inn á heimasíðu karate-félagsins Þórshamars og inn á heimasíðu Tryggva Ingólfssonar löggilds fasteingasala undir fyrirsögninni: ,,People Viewing This Page Might Also Be Interested In These Sponsored Links.''
- Einnig er fyrirspurn frá manni sem spyr hvort Valdís sé kona eða karl þótt að það komi skýrt fram í trivíunni hennar að hún sé tveggja barna móðir. Ekki nóg með það heldur svarar Valdís honum sjálf.
- Á message-boardinu eru aðeins tveir þræðir, báðir stofnaðir af sama notandanum ,,Steinninn.is.'' Þeir bera titlanna ,,spenntur'' og ,,trailer.'' Hvorugum hefur enn verið svarað.
- Árshátið Skólafélagsins er í næstu viku og orðið á götunni er að Siggi Palli sé ekki enn búinn að finna sér dress.